Myndir úr heimsókn til Gravelines

Opnuð hefur verið ljósmyndasýning á safninu Fransmenn á Íslandi með myndum frá heimsókn hóps Íslendinga til vinabæjar Fáskrúðsfjarðar til Gravelines í Norður-Frakklandi.  Árlega er haldin vegleg bæjarhátíð í Gravelines, Íslendingahátíðin, þar er minnst sjósóknar bæjarbúa á Íslandsstrendur á árum áður. Um þessar mundir eru tuttugu ár frá því stofnað var til vinabæjarsamstarfsins, allar götur síðan hefur það blómstrað og vaxið ár frá ári. Hugmyndir um að auka enn frekar samstarfið með ýmsu móti.

franski_fninn.jpg

Meðal þess sem gert var er að farið var í hópsiglingu út á Atlantshafið, þar var blómsveigur settur í hafið til að minnast þeirra fjölmörgu sjómanna sem fórust við Ísland. Hátíðin er bæði fjölbreytt og vel sótt, að sögn báru Frakkarnir Íslendingana á höndum sér.   Aðgangur á ljósmyndasýninguna er ókeypis og allir velkomnir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.