Nú er Gunna á nýju skónum!

Jólaball Fljótsdalshéraðs verður haldið í dag, laugardaginn 27. desember, í fjölnotasalnum í Fellabæ. Það er Lionsklúbburinn Múli sem býður upp á jólaballið. Allir Héraðsbúar og aðrir gestir eru boðnir velkomnir. Ballið byrjar klukkan þrjú í dag og lýkur um klukkan fimm. Það verður að sjálfsögðu dansað í kringum jólatréð og jólasveinar væntanlegir í heimsókn. Upplýsingar um jólaböll víðar í Austfirðingafjórðungi eru vel þegnar inn á vefinn.

90_15_57---christmas-tree_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar