Skip to main content

Nauðasamningum KHB lokið

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. jan 2010 13:33Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fimmtungur fékkst upp í hærri kröfur sem gerðar voru í bú Kaupfélags Héraðsbúa. Aðalfundar í vor býður að taka ákvörðun um framtíð félagsins sem er eignalaust.

 

khb.gifNauðasamningarnir voru staðfestir í Héraðsdómi Austurlands í seinasta mánuði. Samkvæmt nauðasamningafrumvarpinu greiddust allar kröfur lægri en 100.000 en upp í hærri kröfur greiddust 21%. „Greiðslur til kröfuhafa fóru fram í kjölfar staðfestingarinnar,þannig að nauðasamningum félagsins er þar með lokið,“ segir Bjarni G. Björgvinsson, lögmaður sem hafði yfirumsjón með gerð nauðasamninganna.

Kaupfélagið er enn til en það er eignalaust. Frekari framtíð þess ræðst á aðalfundi, sem verður haldinn þegar uppgjöri síðasta árs verður lokið, væntanlega í febrúar eða mars. Það er viðamikið verk vegna sölu eigna og nauðasamninga.

Félagsmanna, sem eru um 1.100, þurfa þar að ákveða hvort lögum þess verði breytt, deildum fækkað eða þær sameinaðar. Eins gætu þeir fækkað í stjórn þar sem starfsemin er engin.