Nýir íbúar boðnir velkomnir

Í vikunni boðaði móttökufulltrúi nýrra íbúa til fundar á Stöðvarfirði. Á fundinn mættu embættismenn Fjarðabyggðar, fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Austurlands og Þekkingarnetinu og fjöldinn allur af Stöðfirðingum. 

fjarabyggarlg.jpg

Auk þess að kynna þjónustu Fjarðabyggðar var kynnt framboð á sviði afþreyingar á Stöðvarfirði. Í boði eru jóganámskeið, kórastarf, grafík- og myndlistarnámskeið, silfursmíði og fólki verður boðið að smíða í smíðastofu grunnskólans. Rauði krossinn er með öflugt starf og er með vikulega prjónafundi og verslun með notuð föt og handavinnu sem er opin á laugardögum frá 14:00 – 16:00. Vetrarstarf eldri borgara verður tvisvar í viku og ungmennafélagið Súlan sér um íþróttir fyrir krakkana og rekur líkmasræktarstöð í íþróttahúsinu. Frá þessu greinir á fréttavef Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.