Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu Norðfjarðarvegar (92) um Norðfjarðargöng, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.
vefur_oddsskarsgng.jpg

Frummatsskýrslan mun liggja frammi til kynningar frá 10. desember 2008 til 22. janúar 2009 á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar í Neskaupsstað og á Reyðarfirði, á Bókasafni Eskifjarðar og Bókasafni Norðfjarðar. Einnig í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Frestur almennings til að skila athugasemdum við frummatsskýrsluna er til 22. janúar 2009.  

 Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is  . Vegagerðin mun standa fyrir opnu húsi og kynna framvæmdina miðvikudaginn 7. janúar 2009 í Egilsbúð, Neskaupsstað kl. 17:00 - 19:00 og fimmtudaginn 8. janúar 2009 í Valhöll, Eskifirði kl. 17:00 -19:00.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 22. janúar 2009 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Skýrslurnar sem eru til kynningar eru þessar:
·         Norðfjarðarvegur (92) um Norðfjarðargöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar – Mat á umhverfisáhrifum – Frummatsskýrsla·         Norðfjarðarvegur (92) um Norðfjarðargöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar – Mat á umhverfisáhrifum – Frummatsskýrsla – TEIKNINGAR·         Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng – Greinargerð um ofanflóðahættu·         Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmda við Norðfjarðarveg og Norðfjarðargöng·         Viðbót við fornleifaskráningu vegna mats á umhverfisáhrifum veg- og gagnagerðar í Fjarðabyggð·         Gróðurfar, dýralíf og verndargildi á vegarstæðum inn í Norðfjarðardal Fannardal og á Eskifirði·         Nokkur atriði um veðurfar að vetrarlagi í Fannardal á Norðfirði vegna valkosta fyrirhugaðra Norðfjarðarganga·         Gróðurfar á vegarstæðum í Norðfjarðardal og Fannardal·         Norðfjarðargöng – Veglínur og vatnsból

·         Ofanflóð á vegarstæði Norðfjarðarvegar um Norðfjarðargöng

Ljósmynd: Oddsskarðsgöng/SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar