Norsk-íslensk síld unnin á vöktum

Norsk-íslensk síld er nú unnin á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. Það var færeyska skipið Fagraberg FD-1210 sem kom með um 1.400 tonn til vinnslu. Vinnsla hófst síðustu nótt og stendur fram á laugardag. Á vef SVN kemur fram að starfsmenn fiskiðjuversins taki þessari sendingu frá vinum vorum Færeyingum fegins hendi meðan beðið er eftir að loðnuvertíð fari í gang.

fagraberg201.jpg

Ljósmynd: Fagraberg/SVN

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar