Nýr vettvangur fyrir atvinnulausa

Í vikunni hefst á Egilsstöðum samstarfsverkefnið Fólk í atvinnuleit og á það að vera sameiginlegur vettvangur fyrir atvinnulausa. Verður hann í húsnæði svokallaðrar Níu í miðbænum og þar boðið upp á ýmsilegt námskeiðahald og samræðu. Að verkefninu standa Vinnumálastofnun, Fljótsdalshérað, Þekkingarnet Austurlands, Austurnet og AFL Starfsgreinafélag. Í dag eru 375 manns án atvinnu á Austurlandi; 143 konur og 232 karlar. 13.280 eru atvinnulausir á landinu öllu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar