Nýr vettvangur fyrir fólk í atvinnuleit

Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit verður opnuð á Egilsstöðum 12. febrúar. Að rekstri hennar koma Fljótsdalshérað, Þekkingarnet Austurlands, Rauði krossinn, Vinnumálastofnun Austurlandi, Austurnet, AFL Starfsgreinafélag og VR, auk fleiri aðila. 375 eru nú á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun Austurlandi.

atvinnul.aus.jpg

Miðstöðin verður til húsa á efri hæð í Níunni, Miðvangi 1-3 á Egilsstöðum. Margvísleg þjónusta verður þar fyrir fólk í atvinnuleit og atvinnulausa. Þjónustan felst í ráðgjöf, þjónustu og námskeiðahaldi. Gert er ráð fyrir að í miðstöðinni verði hægt að leita til félags- og fjármálaráðgjafa á vegum Fljótsdalshéraðs, náms- og starfsráðgjafa á vegum Þekkingarnets Austurlands, prestar Fljótsdalshéraðs verða til taks og verið er að athuga aðkomu fleiri aðila, m.a. vegna sálfræði- og lögfræðiþjónustu.

 

Sjá umfjöllun í Austurglugganum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar