Núvitund aðalmálið á hugmyndaþingi Fjarðabyggðar: Enginn ósnortinn eftir að kynnast sjálfum sér

Aðalfyrirlesarar hugmyndaþingsins voru þau Ásdís Ólsen, viðurkenndur núvitundarkennari (mindfullness) og Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur og stjórnendaráðgjafi, en saman fjölluðu þau um mindful aðferðafræðina og áhrif hennar í lífi og starfi fólks.


Vel var mætt á þingið, enda hefur mikill umræða skapast á undanförnum árum um mindful eða núvitund sem umbyltingu hugans.

„Mindfulness, er öflugasta leiðin sem við þekkjum í dag til að hlúa að og efla núvitund, hugarró, sjálfsvinsemd og sátt. Það er enginn ósnortinn eftir að hafa kynnst sjálfum sér með mindfulness – eftir að hafa vaknað til vitundar og áttað sig á hvernig hugurinn starfar og hefur áhrif á líðan okkar og hegðun, hvernig er að vera til staðar í lífinu og njóta líðandi stundar,“ sagði Ásdís

Ásdís sagði frá því hvernig hún hefði kynnst fræðunum, en hún var einmitt stödd á Skorrastað í Neskaupstað fyrir nokkrum árum þegar hún fékk slæmt kvíðakast sem leiddi til þess að hún leitaði sér aðstoðar og kynntist þá hugmyndafræðinni mindfullness.

„Ég er gott dæmi um manneskju sem hefur öðlast nýtt líf með því að læra grundvallaratriðin um sjálfan mig – hvernig hugurinn starfar og hvernig ég get náð hugarró og núvitund,“ segir Ásdís.

Botninn var sleginn í þingið með skemmtilegri tölu frá Reyðfirðingnum og fjölmiðlamanninum Andra Frey Viðarssyni þar sem hann rifjaði upp bernskuárin sín í Fjarðabyggð og dró upp skemmtilegar myndir af mannlífinu eins og það var þá – auk þess að draga upp mynd af hinum klassíska hrepparíg milli staða.

Ölver Guðnason, afi Andra Freys sem býr á elliheimilinu Hulduhlíð, var sérstakur gestur hugmyndaþingsins af þessu tilefni.

 

Hugmyndating  Fjardabyggd
Hugmyndating  Fjardabyggd2
Hugmyndating  Fjardabyggdar3
Hugmyndating  Fjardabyggdar4

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar