Nýr íþróttaskóli fer af stað á Eskifirði um helgina

Næstkomandi sunnudag fer af stað íþróttaskóli á Eskifirði. Hann er ætlaður tveggja til sex ára börnum. Það eru fjórar vinkonur sem tóku sig til og ætla að sjá um íþróttaskólann. Hann verður á hverjum sunnudegi næstu þrjá mánuði. Nýtt íþróttaþema verður í hverjum mánuði. 

  

„Við höfum allar verið  mikið í íþróttum og svo þegar við eignuðumst börn langaði okkur að fara með þau í svona skóla. Ég hef tildæmis farið með minn tveggja ára upp á Egilsstaði í boltaskóla og svo mína eldri líka,“ segir Sara Atladóttir knattspyrjuþjálfari og einn skipuleggjanda íþróttaskólans.

Vinkonurnar fjórar á bakvið skólans eru auk Söru þær Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Sara Løyer og Heiður Dögg Vilhljálmsdóttir. Þær eiga að baki langan feril í hinum ýmsu íþróttagreinum eins og til dæmis fót- og handbolta. 

„Svo fórum við að ræða það að það vantaði einhverjar tómstundir fyrir þennan aldur hérna þessu svæði. Það verða sem sagt tveir hópar.

Yngri hópurinn er fyrir börn fædd 2017 og 2016. Foreldrar þeirra barna taka þátt með þeim. Það er mjög skemmtilegt og líka mikilvægt upp á tengsl foreldranna og barnanna. 

Eldri hópurinn er síðan fyrir börn fædd 2014 og 2015 en þau verða bara ein með okkur kennurunum enda komin að eins lengra í þroska,“ útskyrir Sara

„Þessi íþróttaskóli er frábrugðinn öðrum svona skólum því það er ekki bara unnið með eina íþrótt heldur við viljum við hafa þetta fjölbreytt og þess vegna erum við þrjú þemu þessa þrjá mánuði.“ 

Fyrsti mánuðurinn er tileinkaður boltaíþróttum. Svo verða áhöld og leikir tekin fyrir mánuði tvö. Í þriðja mánuðinum einkennist af dansi og hreyfingu. 

Sara segir að viðbrögðin hafa verið góð. „Nú þegar eru 18 börn skráð sem er frábært. Margir hafa verið að spyrja okkur hvort það megi ekki bara mæta fyrsta tímann og prufa og auðvitað er það lagi.“

„Svo er gaman að segja frá því að okkur vantaði handbolta og við höfðum samband við Handknattleikssamband Íslands. Við sögðum þeim frá því sem við erum að gera og þau voru til í að styrkja okkur og sendu okkur nýja handbolta. Sem er frábært og við erum mjög þakklátar.

Svo vil ég endilega minna á að þessi skóli er opinn öllum óháð búsetu. Það eru allir velkomnir.“

 

Íþróttaskólinn verður staðsettur í íþróttahúsi Grunnskóla Eskifjarðar. Mynd úr safni. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.