Olweus í Seyðisfjarðarskóla og á Sólvöllum

Ákveðið hefur verið að innleiða svokallaða  Olweusaráætlun í  Seyðisfjarðarskóla og  í  skólahópi leikskólans Sólvalla. Kynningarfundur vegna innleiðingar Olweusaráætlunar gegn einelti og andfélagslegu atferli verður í Félagsheimilinu Herðubreið  13. október kl. 17.00.

1_47b4fef101234-92-1.jpg

Olweusaráætlunin er sérstakt prógram sem miðar að því að takast á við einelti og andfélgslega hegðun. Innleiðing áætlunarinnar í skólastarf er tveggja ára ferli og gert er ráð fyrir virkri þátttöku allra starfsmanna skólans og foreldra nemenda í starfinu.

Á fundinum kynna Þorlákur Helgason framkvæmdastjóri Olweusaráætlunar á Íslandi og Jarþrúður Ólafsdóttir verkefnastjóri Olweusaráætlunina.

Á fundinn eru boðaðir foreldrar og forráðamenn, starfsfólk í leik- og grunnskóla, íþróttahúsi, sundhöll og fulltrúar í fræðslumálaráði.

Allir fullorðnir í skóla og á heimilum bera ábyrgð á að sporna gegn slæmum samskiptum nemenda. Eins og oft hefur komið fram er mikið í húfi því einelti getur, hvort sem er í skóla eða á vinnustað, sett varanlegt mark sitt á líf einstaklinga. Þess vegna er afar mikilvægt að allir sem boðaðir eru mæti á kynningarfundinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.