Opið lengur í ræktina með rafrænum aðgangi

Stefnt er að því að bjóða íbúum í Fjarðabyggð upp á rafrænt aðgengi í líkamsræktarstöðvar á Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði frá og með haustinu. Með þessu verður aðstaðan aðgengileg utan hefðbundins opnunartíma.

„Það er ekki byrjað þar sem við erum að bíða eftir búnaðinum,“ segir Magnús Árni Gunnarsson, verkefnastjóri íþróttamannvirkja Fjarðabyggðar. Vonast er til að búnaðurinn verði settur upp síðsumars þannig hægt verði að prufukeyra hann fram til áramóta.

„Þetta er sami búnaður og er til staðar en ekki voru til leshausar sem veita aðganginn,“ segir Magnús um búnaðinn.

Með þessu á nýting tækjasalanna að batna og íbúar njóta aukins sveigjanleika. „Það verður ekki opið allan sólarhringinn þótt þetta bæti opnunartímann klárlega,“ segir Magnús Árni. Endanlegt fyrirkomulag verður ákveðið síðar af íþrótta- og tómstundanefnd Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.