„Óútskýranlegir atburðir urðu kveikjan að bókinni"

Eskfirðingurinn Benný Sif Ísleifsdóttir var að gefa út sína þriðju bók núna fyrir jólin, barnabókin Álfarannsóknina. Bókin er sjálfstætt framhald Jólasveinarannsóknarinnar sem kom út í fyrra. Álfarannsóknin er eins og Jólasveinarannsóknin, fyrir alla þá sem hafa áhuga á leyndardómsfullum atburðum. Að auki hefur Benný Sif skrifað skáldsöguna Gríma sem er fyrir fullorðna lesendur en hún hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2018 fyrir þá bók.


„Ég fékk hugmyndina að Jólasveinarannsókninni fyrir tilviljun. Sonur minn var þá í fjórða bekk hafði fengið spjaldtölvu sem námsgagn í skólanum. Hann og vinir hans ákváðu reyna standa Stekkjastaur að verki og verða frægir fyrir vikið. Þetta voru samantekin ráð. 

Ég og pabbi hans vissum ekkert af þessu en sem betur fer fattaði ég þetta. Ég ákvað ég yrði að skrifa um þetta og Jólasveinarannsóknin varð til. Ég sný auðvitað upp á þetta. Undirliggjandi boðskapur sögunnar er meðferð snjalltækja og dreifing á efni á netinu,“ segir Benný Sif.

Raftækin í steik

Við skrif Jólasveinarannsóknarinnar bentu útgefendur hennar á að sniðugt væri að skrifa fleiri bækur og búa til bókaflokk. „Ég hugsaði strax að ég yrði velja aðrar þjóðsagnaverur og álfarnir duttu í hendurnar á mér. Vinafólk mitt í Kópavogi keypti gamalt hús sem þau gerðu upp og stækkaðu. 

Eftir að framkvæmdum lauk lentu þau allskonar veseni með raftæki á heimilinu og þá sérstaklega í nýja hluta hússins. Tæki voru að slökkva á sér, sjónvarpið og eldavélin. Tölvuskjárinn alltaf að myrkvast og hundurinn þeirra vildi aldrei stíga fæti inní viðbygginguna. 

Svo kemur frænka þeirra í heimsókn. Hún fer að líta í kringum sig og fylgist með hundinum. Hún skynjar að eitthvað skrítið sé í gangi og þau segja henni þessi sögu. Frænka þeirra  segir að þau hafi byggt á yfirráðasvæði álfa og þurfa að fara í sáttaviðræður. Sem þau gera það en finnst þetta auðvitað hálf skrítið og eru eitthvað stressuð yfir þessu,“ útskýrir Benný Sif

Sáttameðferðin fólst í því að færa álfunum mat nokkrum sinnum á ári og á jólum. Þau fara með tvo diska af mat leggja þá á lóðarmörkin. „Það sem er svo magnað er að engin dýr hreyfa við matnum. Þau eru með hænur sem snerta þetta ekki, ekki hundurinn eða hrafnar þau dýr sem gætu stolið matnum. Maðurinn á heimilinu trúir ekki á álfa eða neitt slíkt. En hann segist horfa á þetta en vita ekki hvernig á að útskýra þetta,“ segir Benný.

Hún notar þessa sögu sem grunn en lætur hana gerast á Austurlandi. Hún segir kjarna sögunnar vera að álfar verða til á mörkum menningar og náttúru. Boðskapurinn er að við verðum að vera meðvituð um að hlífa náttúrunni. Leyfa henni að eiga sitt pláss.

Nýjar þjóðsögur

Álfarannsóknin fjallar um hann Baldur sem er leið austur á land með pabba sínum og afa. Kvöldið áður en þeir leggja af stað fréttir af undarlegum hlutum sem eiga sér stað í sveitinni. Tæki brotna, kaðlar losna, vinnuvélar bila, smiður segir upp störfum. Það er ekki þar með talið því þegar Baldur mætir á staðinn heldur ævintýrið áfram. Er mögulegt allir þessir undarlegu atburðir tengist álfum? 

Benný Sif er þjóðfræðingur að mennt. Hún segist nota menntum sína við gerð þessara bóka.  „Þegar ég kynni í skólum segi ég krökkunum frá öllum gömlu þjóðsögunum okkar. Sem eru margar hverjar mörg hundruð ára gamlar. En svo eru líka alltaf að verða til nýjar sögur. Eins og þessi um fólkið í Kópavogi. Ég segi þeim frá boðskapi bókar. Að við megum ekki til dæmsi malbika allt í drasl. Krakkar í dag eru samt mjög meðvitaðir um þessi málefni,“ segir Benný Sif. 

 

 

 

Benný Sif höfundur bókarinnar. 

Forsíðan Álfarannsóknarinnar.  

Myndirnar eru aðsendar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar