![](/images/stories/news/2016/svidshofundar_aust.jpg)
Óvæntir endurfundir sviðshöfunda á Austurlandi
Nær allur útskriftarbekkur sviðshöfunda úr Listaháskóla Íslands vorið 2015 hittist á Austurlandi nýverið af tilviljun. Hópurinn var eystra á ólíkum forsendum að vinna að menningar- og listaverkefnum.
Emelía Antonsdóttir Crivello hélt í níunda sinn Dansstúdíó Emelíu sem bauð upp á námskeið í listdansi bæði á Fljótsdalshéraði og Reyðarfirði. Námskeiðunum lauk með danssýningum á báðum stöðum.
Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason eru ásamt Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur að setja upp sviðsverkið Sælir eru einfaldir á Skriðuklaustri, en verkið verður frumsýnt 25. júlí.
Viktoría Blöndal og Atli Sigþórsson, betur þekkur sem Kött Grá Pje, voru í síðustu viku með ritlistarsmiðju í Sláturhúsinu fyrir börn og unglinga. Þau enduðu vikuna á taka þátt í Sumarhátíð UÍA sem dómarar í ljóðaupplestrarkeppni.
Guðmundur Felixsson sýndi á LungA á mánudagskvöld með spunahópnum Improv Ísland.