Óvenjulegur kosningafundur

Kosningabaráttan er nú á lokametrunum og keppast nú frambjóðendur við að kynna málefni sín fyrir kosningarnar. Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi og Stuðmaður, ætlar að nýta sér tónlistina og halda í stutta tónleikaferð um Austfirði næstu tvo daga.

Jakob Frímann er mögulega fyrsti oddviti framboðs í Norðausturkjördæmi sem heldur tónleikaröð í kosningabaráttu fyrir Alþingiskosningar. „Þetta er lítill tónleikatúr sem ég kalla Spilað, spjallað, spunnið og spurt: umhverfis flygilinn í 80 mínútur,“ segir Jakob Frímann og lýsir viðburðinum sem sambland af kosningafundi og tónleikum. „Við byrjum í A og setjum um leið þau málefni sem eiga að vera í A-flokki fyrir kosningar.“ Hann segir að á tónleikunum fari fram lagasmíði en þó af öðrum toga en sú sem á sér stað við Austurvöll og hann sækist eftir að sinna á næsta kjörtímabili.


Hinn stutti tónleikatúr hefst í dag á Hildibrand í Neskaupstað klukkan 17:30 og Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði klukkan 20:00. Á morgun heldur Jakob á Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.