Pétur Kristjáns sýnir í Bókabúðinni

Pétur Kristjánsson sýnir verk sitt Kjallaraseríuna í Bókabúðinni, verkefnarými Skaftfells. Hún verður opin samkvæmt samkomulagi fram til 1. nóvember. Upplýsingar fást hjá Skaftfelli í síma 472 1632 eða hjá Pétri Kristjánssyni í síma 861 7764. Gamla bókabúðin á Seyðisfirði hefur nú þjónað sem verkefnarými Skaftfells í eitt ár. Auk fjölbreyttra sýninga hafa verið haldin í bókabúðinni námskeið, vinnustofur, markaðir og uppákomur.

ptur_kristjns_bkabin.jpg

Pétur Kristjánsson fæddist í BNA árið 1952. Hann er búfræðingur og

þjóðfræðingur og hefur búið á Seyðisfirði síðan 1984.  Á árunum 1991 til

1998 vann hann að mörgum verkefnum með og fyrir vin sinn og læriföður Dieter

Roth. Pétur er forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands og hefur verið

prófessor í Dieter Roth Akademíunni frá stofnun hennar árið 2000.

Uppistaðan í sýningunni eru "afleiddar" myndir sem hafa orðið til meðvitað

en þó eingöngu sem afleiðing af öðrum verkum. Nokkrir eldri skúlptúrar eru

einnig á sýningunni.

logo_skaftfell.jpg

Vildarvinir

Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.

Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?

Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.