Pungur vekur athygli í Vínbúðunum

Brugghús Beljanda á Breiðdalsvík býður upp á sérstakan þorrabjór um þessar mundir sem aðrir en nafnið á þeim mjöð hefur vakið töluverða athygli. Þorrabjórinn þetta árið heitir nefninlega Pungur.

„Nafnið er nú meira bara svona til gamans gert,“ segir Atli Þór Ægisson, bruggmeistari hjá Beljanda, en hann lýsir bjórnum sem afar hefðbundnum þorrabjór en þeir eru gjarnan í dekkri kantinum og áfengismagnið tiltölulega hátt miðað við hefðbundnari bjóra. Ekki sé neitt af pungum í Pung að sögn Atla þó sú hugmynd sé reyndar kannski ekki svo fráleit því æði margir hugsi um góða punga þegar líði að þorrablótum.

Atli segir að Pungur verði fyrst og fremst seldur í dósum og megnið af framleiðslunni hafi farið til vínbúðir ÁTVR þar sem salan virðist ágæt hingað til. Vika er síðan Vínbúðirnar á landsvísu hófu að selja þorrabjór.

„Við framleiðum einhverjar tvö þúsund dósir eða svo að þessu sinni og það allt meira og minna farið. Nú erum við að undirbúa páskabjórinn og auka framleiðslu á bjórnum okkar Fönn sem seldist upp í landinu um jólin og áramótin.“

Aðrir austfirskir bjórframleiðendur eru ekki með nýja þorrabjóra að þessu sinni en allir framleiða þeir þó dökka bjóra sem er næsti bær við þorrabjóra ef svo má að orði komast.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.