Ræða skógrækt á Vopnafirði
Íbúafundur verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði í dag um skipulag skógræktar í sveitarfélaginu.Yfirskrift fundarins er „Skógar til framtíðar á Vopnafirði – hvar viljum við hafa skóg og hvar ekki?“ Meðal ræðumanna verður Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri sem kynnir vinnu við gerð nýrrar skógræktarstefnu og hvaða áhrif hún hefur á Vopnafirði.
Þá mun Else Möller, skógfræðingur á Vopnafirði, fara yfir stöðuna í skógrækt á Vopnafirði í dag.
Samkvæmt kynningu verður á fundinum umræður um spurningar eins og hvort auka eigi skógrækt á Vopnafirði til að binda kolefni og byggja upp skógarauðlindina til framtíðar, hvaða stefnu eigi að móta þar í skógrækt, meðal annars með hliðsjón af landshlutaáætlunum í skógrækt og hvernig eigi að tilgreina skóga, skógræktarsvæði og aðrar áherslur skógrækt í Vopnafirði.
Fundurinn hefst klukkan 17:30.