Árangurslítil leit

logreglumerki.jpgLögreglan á Egilsstöðum fékk liðsauka í leit að fíkniefnum í heimahúsi, ökutækjum og á vinnustað. Árangurinn varð nær enginn. Lögreglan á Egilsstöðum leitaði að fíkniefnum á heimili karlmanns og tveimur bílum hans að fengnum dómsúrskurði. Við leitina fannst fíkniefnaáhald og kannbisfræ, að því er segir í dagbók lögreglunnar. Tveir menn úr sérsveit Ríkislögreglustjóra voru kallaðir til aðgerðarinnar auk lögreglumanna af Egilsstöðum og Eskifirði. Að auki var fengin heimild hjá rekstraraðila veitingastaðar þar sem maðurinn vinnur til leitar. Þar fannst ekkert. Málið telst upplýst.
Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði í seinustu viku, þar af eitt slys þar sem ökumaður var fluttur til Akureyrar á sjúkrahús. Nítján voru teknir fyrir of hraðan akstur og tveir þeirra sviptir ökuréttindum. Fjórir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og tveir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Einum var aðeins sagt að hætta að keyra þar sem hann var undir mörkum.
Á sunnudag var farið í eftirlit með veiðimönnum og utanvegaakstri á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Afskipti voru höfð af tveimur ökumönnum uppi á fjöllum

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar