Reiðhöll Hornfirðinga verður tilbúin í vor

reidholl_01.jpgÁætlað er að reiðhöllin á Hornafirði verði tilbúin til notkunar á vordögum,  en búið er að reisa 8 bil af 13 og hefur gengið vel þegar viðrað hefur til framkvæmda. Reiðhöllin er 1570 fermetrar og er hún 54,35 metrar að lengd og 24 metrar að breidd. Hesthús er áfast við reiðhöllina og mun það rúma um 20 hross og er það 270 m2 að stærð.

 

Það er Steinar Sigurgeirsson sem á og rekur fyrirtækið 37 ehf sem sér um bygginguna og hefur hann talsverða reynslu af byggingum reiðhalla en hann kom t.d. að byggingu Ölfushallarinnar á sínum tíma.
Þessi bygging kemur til með að gjörbreyta allri aðstöðu hestamanna á Hornafirði þar sem hestamenn á svæðinu búa ekki við þann lúxus að hafa upplýstar útreiðarleiðir sem veldur því að lítið er hægt fyrir vinnandi fólk að ríða út í svartasta skammdeginu. Einnig verður allt námskeiðahald auðveldara sérstaklega fyrir börn og nýliða í sportinu og aðstaða fyrir tamningarmenn verður allt önnur. 
 

www.hestafrettir.is

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.