Rennur úr Hálslóni á yfirfalli

Farið er að renna á yfirfalli Hálslóns. Þegar Austurglugginn var á ferð við lónið um helgina mátti sjá að byrjað var að skvettast ofan í yfirfallið og því skammt að bíða þess að Jökla tapi sínum blágræna lit sem einkennt hefur hana í sumar og verði jökullituð. Vatnsbúskapurinn er með nokkrum öðrum hætti en í fyrra vegna kulda, en í meðalári má búast við að vatn renni úr Hálslóni á yfirfall fljótlega í ágúst.

hlsln_rennur__yfirfalli_vefur.jpg

-

Mynd/SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.