Rífandi stemming og ævintýri í ferð með 4X4 klúbbnum

Um tuttugu skjólstæðingar félagsþjónusta austfirsku sveitarfélaganna fóru í árlega ferð með Austurlandsdeild 4X4 klúbbsins á laugardag. Hópurinn lenti í óvæntu ævintýri.


„Það var rífandi stemming í ferðinni, veðrið var flott og við lentum í ævintýri sem fór vel þannig það eru allir ægilega glaðir,“ segir Jens Hilmarsson, fyrrverandi formaður deildarinnar sem var meðal ökumanna í ferðinni.

Þetta er sjötta árið sem farið er í slíka ferð. Hugmyndin er fengin frá systurklúbbnum á Vesturlandi þar sem er sterk hefð. „Þetta hefur mælst vel fyrir annars staðar. Hugmyndin er að klúbburinn leggi eitthvað til samfélagsins.“

Að þessu sinni var farið upp í Fljótsdal, út Fell og upp á Hafrafell. Ekki var öll ferðin á hefðbundnum vegum heldur var ekið út í á eina innan við Hallormsstað. Þar tók ferðin óvænta stefnu.

„Við festum einn bílinn í ánni og lentum í brasi með að ná honum upp en það fylgir fjallaferðum. Þetta var ekki skipulagt ævintýri en hafi menn viljað það þá varð þeim að ósk sinni.

Hópurinn að ferðalokum við Gistihúsið á Egilsstöðum þar sem drukkið var kaffi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar