Örnefni um landið

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Menningarráð Austurlands, Þekkingarnet Austurlands og Hofverjar gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun á Austurlandi í dag, fimmtudag, kl. 17-19 í Kaupvangi á Vopnafirði.

rnefni.jpg

Á fundinum mun Svavar Sigmundsson stofustjóri Örnefnasafns stofnunarinnar m.a. fjalla um mikilvægi örnefnasöfnunar, til hvers örnefnum hefur verið safnað, hver hefur haft örnefnasöfnun á hendi til þessa og hvernig staðið hefur verið að söfnun. Þá fer hann yfir stöðu þessara mála á Austurlandi. Svavar ræðir síðan um hvernig hægt er að koma örnefnum á framfæri við almenning og reynir að svara því hvernig eigi að varðveita örnefni sem best til framtíðar í heimi mikilla breytinga á atvinnuháttum og hugsunarhætti í þjóðfélaginu og hver eigi að kosta þá varðveislu. Fyrirspurnir og umræður að loknu erindi.

  

Ókeypis er á fundinn. Allir velkomnir.

 

Hofverjar

Menningarráð Austurlands

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Þekkingarnet Austurlands

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.