Árshátíð Fellaskóla
Árshátíð Fellaskóla var haldin í kvöld. Þema árshátíðarinnar var hafið og nefndist dagskráin, Hafið bláa hafið.
Árshátíð Fellskóla sótti efnivið sinn til hafsins að þessu sinni. Þannig hafa nemendur 1.-7. bekkjar valið sér lög sem tengjast hafinu með einum eða öðrum hætti til flutnings og fór undirbúningurinn fram í góðu samstarfi við Tónlistarskólann eins og endranær.
Þá var einnig flutt brot ú leikritinu Kuðungar eftir Kristínu Ómarsdóttur sem nemendur úr 8.-10. bekk sýndu á Þjóðleikshátíð um síðustu helgi. Jón Gunnar Axelsson ver leikstjóri sýningarinnar en hún va einnig unnin í samstarfi við Tónlistarskólann.
Einnig var til sölu Skólablað Fellaskóla, Grettir 23. árgangur, 74 síðna blað fullt af fróðleik, allt frá léttmeti, þrautum og leikjum til hádramatíkur.
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.