Ráðstefna um velferð barna og vægi foreldra

Siðfræðistofnun efnir til ráðstefnu um velferð barna og vægi foreldra föstudaginn 20. mars nk. kl. 13 á Hótel Sögu, Harvard II. Ráðstefnan er hluti af verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi sem var styrkt af Kristnihátíðarsjóði. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Rannsóknasetur í Barna- og fjölskylduvernd og Forlagið í tilefni af útkomu bókarinnar Árin sem engin man eftir Sæunni Kjartansdóttur og fjallar um umönnun barna fyrstu æviárin.

sidfraedistofnun.jpg

Ráðstefnan hefst með ávarpi félags- og tryggingaráðherra, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, og þar á eftir fjallar Vilhjálmur Árnason, prófessor, um verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna. Þá taka við tvær málstofur: Sú fyrri fjallar um velferð barna fyrstu æviárin og þar halda þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor, Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, og Inga Þórsdóttir, prófessor, erindi.

 

Í síðari hlutanum verður athyglinni beint að gildismati í uppeldi barna og þar munu þau Baldur Kristjánsdóttir, dósent, Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur, Hrund Þóarinsdóttir, djákni, og séra Halldór Reynisson, verkefnisstjóri, halda erindi. Í lokin verða pallborðsumræður. Fundarstjóri er Salvör Nordal forstöðumaður.


Aðgangur er ókeypis og öllum opin á meðan húsrúm leyfir. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar