Þróttur Nes blakar til sigurs

Í dag fór fram spennandi blakleikur í íþróttahúsinu í Neskaupstað þegar Þróttur Neskaupstað og Þróttur Reykjavík mættust að nýju, en liðin léku líka í gær. Leikur dagsins fór 3 - 1 fyrir heimaliðinu, 25 - 22, 18 - 25, 25 - 18, 28 - 26.

530c1cf0-1245-490e-8b3c-777e2ebbb2c5.jpg

 

Á heimasíðu blakdeildar Þróttar Nes segir að sjá megi á tölunum að leikurinn var nokkuð jafn og mikil spenna undir lokin í fjórðu hrinunni. ,,Þróttur R gerði þó nokkuð af mistökum en þó færri en í gær. Austanstúlkur stóðu sig mjög vel og gaman að fylgjast með þeim. Þær áttu góða kafla í vörn og sókn og gaman að sjá svona ungar stúlkur standa sig vel í vörninni. Alls voru 78 áhorfendur mættir að horfa á leikinn.
Hjá Þrótti N var Miglena atkvæðamest með 26 stig, 23 úr sókn, 1 úr hávörn og 2 úr uppgjöf. Næstar voru Kristín Salín og Kristina báðar með 11 stig, 10 úr sókn og 1 úr uppgjöf. Hjá Þrótti R var það Lilja Jónsdóttir sem var atkvæðamest með 27 stig, 21 úr sókn, 3 úr hávörn og 3 úr uppgjöf. Næsta var Fjóla Svavarsdóttir með 9 stig, 4 úr sókn, 4 úr hávörn og 1 úr uppgjöf."

 

 

 

Ljósmynd/Jón Guðmundsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar