Safnað fyrir Maleeraq og fjölskyldu

Hrundið hefur verið af stað söfnum til styrktar Maleeraq Jacobsen sem glímt hefur við krabbamein á árinu.


Maleeraq, sem er fædd á Grænlandi en búið hefur í Fellabæ undanfarin ár, hefur verið í lyfjagjöfum og geislameðferð meiri hluta ársins. Meðferðin hefur ekki gengið sem skyldi og gengið verulega á þrótt Maleraq.

Eiginmaður hennar, Sigvarður Örn Einarsson, hefur verið mikið hjá henni á Landsspítalanum en margra mánaða veikindi hafa reynst fjölskyldunni fjárhagslega erfið en í henni eru fjögur börn.

Vinir og aðstandendur hafa því hrundið af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni og er til staðar reikningur á nafni Drífu, systur Sigvarðar, í Landsbankanum Egilsstöðum. Reikningsnúmerið er 0175-05-070206 og kennitalan 020579-3239.

Nánari upplýsingar má fá á Facebook-síðu sem stofnuð var samhliða söfnuninni.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar