Síðasta sýningarhelgi á Sögum í mynd
Sýningunni Sögur í mynd, sem staðið hefur á Skriðuklaustri frá maíbyrjun, lýkur um helgina.
Á sýningunni er teflt saman 25 grafíkverkum Elíasar B. Halldórssonar og sögum eftir Gyrði Elíasson, en flestar myndanna urðu til sem myndskreytingar við þær. Sýningin er hluti af stærra verkefni sem Gunnarsstofnun og Grafíksetrið standa að og fyrr í sumar var einnig haldin sýning á eldri grafíkverkum Elíasar í Grafíksetrinu á Stöðvarfirði.