Seinasti leikur Aljosa?

Aljosa Gluhovic spilaði að líkindum sinn seinasta leik fyrir Hött þegar liðið tapaði 1-3 fyrir Hamri í 2. deild karla í knattspyrnu á Vilhjálmsvelli í kvöld. Aljosa er á leið til úrvalsdeildarliðs Grindavíkur.

ImageNjáll Eiðsson, þjálfari Hattar, staðfesti þetta í samtali við Austurgluggann eftir leikinn. „Það er ekki alveg öruggt en það lítur út fyrir að hann sé á leið til Grindavíkur.“

Hattarliðið hefur tapað seinustu þremur leikjum og sigið niður töfluna. Njáll segir óljóst hver taki við af Aljosa. „Við erum nógu margir en þegar hann spilar vel er hann toppleikmaður.“

Njáll sagði Hattarmenn vera að skoða hugsanlega arftaka. Freyr Guðlaugsson, fyrrum leikmaður liðsins sem er hjá úrvalsdeildarliði Fylkis, hefur verið orðaður við heimkomu. „Það eru hlutir að gerast sem ég get ekki sagt frá. Það er ekkert öruggt fyrr en leikmennirnir eru komnir í hús.“

Stefán Þór Eyjólfsson skoraði eina mark Hattar í leiknum í kvöld. Það var í upphafi síðari hálfleiks úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Höttur var 0-3 undir í hálfleik eftir hrapalegan varnarleik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.