Senda Mæðrastyrksnefnd skötu

Fiskhöllin í Fellabæ ætlar að senda Mæðrastyrksnefnd fimmtíu kíló af kæstri skötu og styðja þannig við úthlutun nefndarinnar til þeirra sem á þurfa að halda fyrir jólin. Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur þegar sent á fimmta tonn af frystri ísu til Mæðrastyrksnefndar. Þá mun Landsvirkjun láta prestum á Héraði í té kjöt fyrir jólin fyrir þá sem þess þurfa með og Lionsklúbburinn Múli hvetur fólk til að leggja fryst kjöt eða fisk inn hjá Flytjanda á Egilsstöðum og verður þeim matvælum dreift til fólks á Héraði fyrir jólin.

skata4-s.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar