Skip to main content

Seyðisfjörður laumast inn á lista yfir bestu staði heims

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. ágú 2021 09:05Uppfært 16. ágú 2021 09:15

Seyðisfjörður fær að fljóta með á lista bandaríska tímaritsins Time yfir bestu staði jarðar árið 2021.


Á listanum eru 100 áfangastaðir, ýmist lönd, landssvæði, borgir eða þorp, sem blaðamönnum Time þykir óhætt að mæla með heimsóknum til fyrir lesendur sína. Þetta er í þriðja sinn sem blaðið gerir slíkan lista.

Að þessu sinni er Reykjavík með á listanum sem er ekki bara sögð lifandi og skemmtileg borg til að heimsækja í, heldur kjörinn staður til að dvelja á og heimsækja síðan „stórkostlegar en vanmetnar sjávarbyggðir eins og Vík í Mýrdal eða Seyðisfjörð,“ segir í textanum.

Af öðrum stöðum á listanum má nefna París, Kruger þjóðgarðinn í Suður-Afríku, Kosta Ríka og Gautaborg.