
Seyðisfjörður laumast inn á lista yfir bestu staði heims
Seyðisfjörður fær að fljóta með á lista bandaríska tímaritsins Time yfir bestu staði jarðar árið 2021.Á listanum eru 100 áfangastaðir, ýmist lönd, landssvæði, borgir eða þorp, sem blaðamönnum Time þykir óhætt að mæla með heimsóknum til fyrir lesendur sína. Þetta er í þriðja sinn sem blaðið gerir slíkan lista.
Að þessu sinni er Reykjavík með á listanum sem er ekki bara sögð lifandi og skemmtileg borg til að heimsækja í, heldur kjörinn staður til að dvelja á og heimsækja síðan „stórkostlegar en vanmetnar sjávarbyggðir eins og Vík í Mýrdal eða Seyðisfjörð,“ segir í textanum.
Af öðrum stöðum á listanum má nefna París, Kruger þjóðgarðinn í Suður-Afríku, Kosta Ríka og Gautaborg.
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.