Seyðisfjörður lýstur upp með listaverkum – Myndir

Listahátíðin List í ljósi fór fram á Seyðisfirði í þriðja sinn um síðustu helgi. Hátíðin er haldin þá helgi sem fyrst sést til sólar á ný á Seyðisfirði síðan seint í október. Eins og nafnið ber með sér gengur hátíðin út á listaverk sem byggja á lýsingu.

Þannig var gerður foss fram af brúnni yfir Fjarðará sem lýstur var upp í bleikum lit og á Bláu kirkjuna var varpað hreyfimynd af fossi.

Annars staðar í bænum mátti finna strandarstemmingu, vídeólistaverki sem minnti á sól var varpað á trampólín sem sett hafði verið upp fyrir ofan Lónið og þar við voru spiluð hljóð og komið fyrir hlutum til að skapa sólstrandarstemmingu.

Á blettinum utan við Tónlistarskólann hafði þessari upplýstu hænu verið komið fyrir. Forvitnir gátu skyggnst inn í hana og komu þá auga á egg.

Við Gömlu bókabúðina mátti finna listaverk sem ilm lagði frá. Á bakvið skyggða glugga sat ilmsmiðurinn Philippe Clause, fylgdist með forvitnu fólkinu og gæddi sér á flatböku ásamt félaga sínum.

List I Ljosi 2018 0001 Web
List I Ljosi 2018 0003 Web
List I Ljosi 2018 0012 Web
List I Ljosi 2018 0016 Web
List I Ljosi 2018 0019 Web
List I Ljosi 2018 0027 Web
List I Ljosi 2018 0030 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar