Seyðisfjarðarkaupstaður hefur veitt 70.600 krónum til hjálparstarfs á Haítí í kjölfar jarðskjálftans þar í seinustu viku.
Bæjarstjórn samþykkti þetta samhljóða á fundi sínum í gær en upphæðin miðast við eitt hundrað krónur á bæjarbúa miðað við manntal 1. desember síðastliðinn. Rauða kross Íslands verður sent fé og falin ráðstöfun þess.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.