Seyðfirðingar styrkja hjálparstarf á Haítí
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. jan 2010 16:13 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Seyðisfjarðarkaupstaður hefur veitt 70.600 krónum til hjálparstarfs á Haítí í kjölfar jarðskjálftans þar í seinustu viku.
Bæjarstjórn samþykkti þetta samhljóða á fundi sínum í gær en upphæðin miðast við eitt hundrað krónur á bæjarbúa miðað við manntal 1. desember síðastliðinn. Rauða kross Íslands verður sent fé og falin ráðstöfun þess.