Silkitoppur heiðra bæjarbúa með nærveru sinni

Silkitoppur eru virðulegir og fallegir fuglar og hafa á allra síðustu vikum verið áberandi í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ. Þær eru furðu lítið styggar og flögra um í hópum. Sést hefur til allt að fimmtíu fugla hóps og í dag hélt stór hópur til við Söluskála Kaupfélags Héraðsbúa.

ekktur_fugl.jpg

Í bókinni Fuglar á Íslandi, segir að Silkitoppa sé nokkuð svipuð stara að stærð og vexti og hratt, beint flugið sé einnig áþekkt. Hún er auðþekkt á breiðum toppi og rauðbrúnum til grábrúnum grunnlit. Þá hefur hún svartan blett á hálskverk og við augað, gult endabelti á stéli og gult, hvítt og rautt í væng. Fullorðnir fuglar þekkjast frá ungum á gulu/hvítu V á enda handflugfjaðra í stað hvíts útjaðars þessara fjaðra. Röddin er dillandi með fallegum klingjandi hljómi.

Silkitoppa verpir í furuskógunum nyrst í Evrópu, Síberíu og Ameríku. Utan varptíma lifir hún á berjum og það til sum ár að flakka í hópum út fyrir venjuleg vetrarheimkynni. Þar er líklega komin skýringingin á veru hennar á Austurlandi þessa dagana.

 

Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

silkitoppa.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar