Símalínum ofar

Veturinn 1951 var líklega einn sá snjóþyngsti á Héraði á síðustu öld. Sumarið 1950 var óþurrkasamt og hey víða af skornum skammti. Guðmundur Jónasson, bílstjóri, kom að sunnan 18. mars á snjóbíl og flutti fóður og hey til bænda. Á Jökuldal ók hann á snjó yfir símalínurnar.


Snjór lá eins og þykk hella yfir allri Hróarstungu. Skjöldur Eiríksson, skólastjóri á Skjöldólfsstöðum, lét varpa heyböggum úr flugvél á hlaðið í Húsey, þar sem hann var með bú. Er það líklega dýrasta fóður sem skepnum hefur verið gefið á Íslandi.

Í Austurglugganum, sem kemur út í dag, er fjallað um harðinda- og snjóaveturinn 1951 og birt afar fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Guðmund Jónasson, sem birtist í Morgunblaðinu eftir að hann kom til baka suður á land úr hinum frækna björgunarleiðangri.

Myndin er af snjóbíl Guðmundar Jónassonar. Verið er að ganga frá varningi á sleða sem notaður var til flutninga aftan í snjóbílnum. Mynd: Ljósmyndasafn Austurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar