Skip to main content

Símon Grétar kominn í undanúrslit stjörnuleitarinnar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. jan 2023 10:15Uppfært 31. jan 2023 10:19

Símon Grétar Björgvinsson frá Vopnafirði komst á föstudagskvöld í undanúrslit Idol-stjörnuleitar Stöðvar 2.


Fimm keppendur voru eftir fyrir þáttinn en reglan er sú að undir lok þáttar eru tilkynnt hvaða tveir keppendur eru neðstir áður en annar þeirra fellur úr leik. Símon Grétar hefur aldrei verið í þeim hópi og heldur ekki á föstudag.

Lagt var fyrir keppendur að syngja lög úr kvikmyndum í síðasta þætti. Símon Grétar var síðastur á svið og söng We All Die Young úr kvikmyndinni Rockstar.