Skemma féll saman undan snjóþyngslum

Skemma í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hrundi saman undan snjóþyngslum í gær. Skemman, sem stendur rétt innan við gamla frystihúsið í bænum, var orðin vel við aldur  og kom að sögn heimamanna lítt á óvart að hún skyldi leggjast saman, það hafi í raun aðeins verið tímaspursmál. Austurglugginn hefur enn sem komið er ekki upplýsingar um hvort einhver verðmæti voru geymd í skemmunni, en allt útlit er fyrir að svo hafi ekki verið og því vonandi ekki um sérstakt tjón að ræða fyrir SVN.

 skemma_svn_vefur_1.jpg

.

.

.

skemma_svn_vefur_2.jpg

 

 

 

 

 

Ljósmyndir/Áslaug Lárusdóttir fréttaritari Austurgluggans í Neskaupstað

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar