Skemma féll saman undan snjóþyngslum
Skemma í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hrundi saman undan snjóþyngslum í gær. Skemman, sem stendur rétt innan við gamla frystihúsið í bænum, var orðin vel við aldur og kom að sögn heimamanna lítt á óvart að hún skyldi leggjast saman, það hafi í raun aðeins verið tímaspursmál. Austurglugginn hefur enn sem komið er ekki upplýsingar um hvort einhver verðmæti voru geymd í skemmunni, en allt útlit er fyrir að svo hafi ekki verið og því vonandi ekki um sérstakt tjón að ræða fyrir SVN.
.
.
.
Ljósmyndir/Áslaug Lárusdóttir fréttaritari Austurgluggans í Neskaupstað