Skreyttur hnífur fannst við uppgröft

Haganlega skreyttur hnífur kom í ljós við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri í seinustu viku. Hann kann að sýna mynd af erkiengli.

 

ImageHnífurinn kom upp í seinustu viku en skreytingin sást við forvörslu í byrjun vikunnar. Hann er alls um tíu sentímetrar á lengd, skaftið úr látinu sjö sm. en blaðið sjálft, sem er brotið og úr járni, þrír sm.. Skautið sýnir manneskju með kórónu og staf. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, sem stýrir uppgreftrinum, segir mögulegt að hún sýni einn erkienglanna átta eða Ólaf Helga Noregskonung. Skreytingin er skýr á annarri hliðinni en erfiðra að greina hana á hinni. Steinunn segir hnífinn annað hvort hafa verið rakhníf, eða bíld, skurðarhnífur notaður til að taka blóð. Hnífurinn er frá 15. eða 16. öld. Hann fannst í herbergi sem líklega hefur verið sjúkrastofa.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar