Íslensk-norskur tónfundur í Skriðuklaustri

Sunnudaginn 11. október verða haldnir tónleikar á Skriðuklaustri þar sem söngkonan Liv Skrudland og sellóleikarinn Karin Nielsen flytja norsk og íslensk lög. Listamennirnir koma frá Norður-Noregi og hafa að undanförnu dvalist í gestaíbúðinni Klaustrinu og er dvölin hluti af samstarfi menningarráðanna í Vesterålen og á Austurlandi.

tonlist.jpg

Liv Skrudland lærði við Rogaland Musikkonservatorium. Hún er alhliða söngvari en þekkt fyrir túlkun sína á kammertónlist og ljóðatónleika. Karin Nielsen nam sellóleik bæði í Svíþjóð og Noregi og hefur m.a. spilað með Fílharmóníusveitinni í Osló en vinnur nú sem svæðistónlistarmaður í Tromsfylki.
Á Skriðuklaustri hafa þær Liv og Karin æft nýja efniskrá sem byggir á samtímatónlist og þjóðlögum frá báðum löndum. Á tónleikunum munu þær m.a. flytja lög eftir Þorstein Hauksson og Sommerfeldt í bland við þekkt kvæði eins og Sofðu unga ástin mín, Snert hörpu mína og kvæði Olavs H. Hauge. Þær munu flytja sömu efnisskrá á tónleikum á Gljúfrasteini í Mosfellssveit laugardaginn 17. október. Tónleikarnir á Skriðuklaustri hefjast kl. 15 og aðgangur er ókeypis. Opið verður hjá Klausturkaffi bæði fyrir og eftir tónleikana.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.