Íslenskt skip á sjóræningjaslóðum

Fiskiskipið Skinney SF, sem er á leið frá Taiwan til Hornafjarðar, mun næstu sólarhringa sigla í herskipavernd meðfram ströndum Sómalíu, þar sem sjóræningjar hafa herjað á skip síðustu misserin.

bilde.jpg

Á vísir.is er sagt að á Skinney, sem er tæplega 30 metra löng, ætluð til tog- og netaveiða, og var smíðuð í Tævan, séu nú fimm íslenskir sjómenn við að sigla skipinu heim. Heildarsiglingatíminn verði um það bil sex vikur. Allt hafi gengið eins og í sögu hingað til, en nú bíði skipið við afmarkað hættusvæði, þar sem nokkur önnur skip eru að safnast saman. Í ráði er að þau haldi svo öll áfram undir vernd herskipa, en nokkrar þjóðir hafa sent herskip á svæðið til að verja venjuleg skip árásum sjóræningja.

Í fyrradag var að sögn gerð tilraun til sjóráns á svæðinu en ekki lilggur fyrir hvort ræningjarnir höfðu erindi sem erfiði. Að sögn útgerðar Skinneyjar eru íslensku sjómennirnir ekki taldir í hættu, þar sem þeir njóta herskipaverndar, en aðallega hefur verið ráðist á skip, sem eru ein á ferð.

 

 

 

 

 

 

 

Gamalkunnur sjóræningjafáni

Mynd af visir.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar