Snjóflóð í Njarðvíkurskriðum

Í dag féll snjóflóð á veginn um Njarðvíkurskriður og lokaði honum um tíma. Snjóruðningsbíll sem ryðja átti veginn til Borgarfjarðar réð ekki við að moka flóðinu burt, þar sem það var um tveir metrar á þykkt. Grafa var fengin á staðinn í moksturinn og er vegurinn nú opinn að nýju. Nokkuð hefur verið um snjóflóð undanfarið, einkum á Norðfirði og í Seyðisfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar