Orkumálinn 2024

Snjóflóðasýning í Blúskjallaranum

Jón Hilmar Kárason í Neskaupstað vinnur að sýningu um snjóflóðin á Norðfirði árið 1974. Hann kynnir verkefnið á Blúskjallaranum í kvöld.

 

Í kvöld verða til sýnis myndir frá flóðunum og sýning þeim tengd, með blaðaúrklippum og fleirum. Einnig verða myndir eftir Eskfirðingana Atla Helgason og Helga Garðarsson úr Norðfirði. Jón Hilmar spilar ásamt blásturshljóðfæraleikaranum Einari Braga Bragasyni nokkur lög. Meðal annars verður frumflutt endurútgáfa af snjóflóðalagi Guðmundar Solheim sem kom út á Nesrokk plötunni árið 1996.
Dagskráin byrjar klukkan 20:30 og aðgangseyrir er 1.000 krónur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.