Skip to main content

Snýst ekki um tofu og grænmeti í öll mál

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. nóv 2022 14:14Uppfært 04. nóv 2022 15:41

„Síldarvinnslan, og Loðnuvinnslan, eru fyrirtæki sem er umhugað um heilsu starfsmanna sinna,“ segir Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, næringarfræðingur, sem upp á síðkastið hefur ausið úr viskubrunni sínum hjá stórum fyrirtækjum hér austanlands.

Berglind Lilja, sem fædd er og uppalin í Neskaupstað, býr nú á höfuðborgarsvæðinu ásamt eiginmanni sínum, Martin Marinov, sem einnig ólst upp í sama bæ, er í viðtali í nýjasta hefti Austurgluggans sem ætti að vera komið til áskrifenda.

Þar fer Berglind yfir áhugann á næringarfræði og hvernig hægt er að næringarbæta mat án þess að bragð eða gæði breytist en hún hélt einmitt námskeið á þeim nótum hjá bæði Síldarvinnslunni og Loðnuvinnslunni nýverið.

„Það var gerð heilsufarsmælinghjá starfsmönnum Síldarvinnslunnar fyrr í ár og niðurstöður hennar voru því miður ekki ákjósanlegar. Því ákvað fyrirtækið að bjóða kokkum sínum og matráðum á þetta námskeið.“

Fræðast má meira um Berglindi og næringarfræðin í blaði vikunnar. Mynd FRI