Spennandi sultugerðarkeppni á Seyðisfirði

Hinn árlegi Haustroði verður haldin með pomp og prakt á Seyðisfirði um helgina í félagsheimilinu Herðubreið. Hátíðin hefst á morgun, laugardag, og meðal hápunktanna er hin spennandi sultugerðarkeppni.

Fyrir utan Herðubreið verður opið í Skaftfelli og sölusýning verður í Blóðbergi á verkum Ísaks Óla Sævarssonar.

Meðal þessi sem í boði er í Herðubreið er MarkaðsBRAS barna. Markaður þar sem börn geta selt, keypt, gefið eða sýnt dót, list, fatnað eða jafnvel eitthvað matarkyns.

Tvær bíómyndir eru í boði á vegum BRASBÍÓ. Önnur þeirra er „Fimm í bransanum“ eftir upprennandi seyðfirska kvikmyndagerðarmenn.

Úrslitin í sultugerðarkeppninni verða tilkynnt um hálf fjögurleytið.

Aðstandendur minna gesti á að gæta ýtrustu varkárni vegna COVID og viðburðir verða aðlagaðir að þeim sóttvarnarreglum sem í gildi eru.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.