Starfsmenn Grunnskóla Eskifjarðar styðja yfirlækni

Ályktun starfsfólks Grunnskólans á Eskifirði samþykkt á fundi 18. febrúar.

Starfsfólk Grunnskólans á Eskifirði lýsir stuðningi við Hannes Sigmarsson yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og harmar þá stöðu sem komin er upp í samskiptum hans við yfirstjórn HSA.

,,Hannes hefur á undanförnum árum verið einstaklega ósérhlífinn og stutt vel við bakið á nemendum og starfsfólki skólans í öllu því er heilbrigði og líðan varðar. Samfélaginu öllu sem að skólanum stendur er verulega brugðið því nú óttumst við að sú festa og öryggi sem birst hefur í umhyggju og ósérhlífni Hannesar sé liðin og við taki tími óvissu og öryggisleysis.

Það er von okkar að rannsókn sú sem sett hefur verið í gang og lausn frá starfi hefur verið byggð á, verði hraðað sem mest þannig að við sem og aðrir skjólstæðingar Hannesar fái notið þjónustu hans sem allra fyrst aftur," segir í ályktuninni, sem send var yfirmönnum HSA., Landlæknisembættinu og fjölmiðlum í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar