Starfsmenn skrifstofu í garðyrkjustörfum með ungmennum úr vinnuskólanum

Starfsmenn skrifstofu Fjarðabyggðar voru á sveimi við Molann fyrir hádegi með garðyrkjuverkfæri í morgun ásamt ungmennum úr vinnuskólanum. Með þeir vildu þeir leggja sitt af mörkum til umhverfisátaks í Fjarðabyggð.


„Við stöndum fyrir umhverfisátaki á hverju ári þar sem við hvetjum einstaklinga og fyrirtæki til að taka til í kringum sig. Við erum að taka til í kringum Molann, okkar bæjarskrifstofu, og svo er líka verið að snyrta við afdrep sem við höfum í Neskaupstað,“ sagði bæjarstjórinn Páll Björgvin Guðmundsson.

„Það er hressandi að breyta aðeins til. Með okkur eru hrikalega duglegir krakkar úr vinnuskólanum og það er kannski réttast að segja að við séum að aðstoða þau.“

Hjá Fjarðabyggð er einnig að hefjast átakt gegn lúpínu þar sem sveitarfélagið lánar íbúum sem vilja taka til hendinni tæki.

„Það verða allir að leggjast á eitt í umhverfismálum við að halda sínu hreinu. Það er ekki hægt að bíða eftir að bærinn reddi þessu.

Það þarf að halda lúpínunni í skefjum og það verður ekki eingöngu gert með keyptu vinnuafli. Hún er ágæt í ógrónu umhverfi en annars staðar þar sem hún fer yfir hina íslensku náttúru er hún skaðvaldur. Ef 150 manns taka sinn blett þá getum við gert þetta.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar