Stór hluti Brúaröræfa enn þjóðlenda

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu eigenda Brúar I, Sigvarðs Halldórssonar og Brúar II, Stefáns Halldórssonar, á Fljótsdalshéraði. Þeir kröfðust ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar og viðurkenningar á eignarréttarlegri stöðu lands jarðarinnar Brúar á Jökuldal. Óbyggðanefnd úrskurðaði í maí 2007 að Brúaröræfi væru þjóðlenda, það er Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal, ásamt Jökulsárhlíð. Þann úrskurð staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar