Stórlaxaævintýri í Breiðdalsá

Hvert ævintýrið rekur annað í Breiðdalsá þar sem veiðimenn glíma við stórlaxa á hverjum degi núorðið. Þann 6. júlí setti heimamaðurinn Guðlaugur Jónsson í vænan lax á Skammadalsbreiðu á spón og eftir meira en klst viðureign landaði hann stórum hæng rétt við klakkistuna neðarlega á breiðunni og setti fiskinn í hana.

Mældi hann lengdina á laxinum sem var 98cm og ummál 55 cm. Var hann bókaður 10kg en Suddi yfirleiðsögumaður ætlaði síðan að taka hann úr kistunni daginn eftir og vikta hann nákvæmlega þá. Það gerði hann og hún sýndi nákvæmlega 11,7 kg (23,5 pund) og prófaði hann aðra vikt líka til öryggis sem sýndi það sama. Semsagt, umtalsvert stærri en taflan segir til um miðað við lengd fiska.

Í gærmorgun kom síðan annar bolti á Skammadalsbreiðu hjá Högna leiðsögumanni, 92 cm og hann sýndi 9.5 kg á viktunum. Virkaði hann samt  "lítill" við hliðina á þeim stóra í kistunni.

Á sama tíma í gærmorgun setti Svissneskur veiðimaður, Hauser Daniel, í stóran fisk í Ármótahyl á litla hitch túpu og var takan svakaleg. Þumbaðist laxinn svo um hylinn og færði sig síðan niður í næsta hyl fyrir neðan þar sem tók heila tvo tíma að þreyta hann. Óli leiðsögumaður sá ferlíkið svo rétt fyrir löndun og var hræddur um að koma honum ekki í háfinn, en erfitt er með löndun á þessum stað. Það tókst og við mælingu reyndist hann allavega 1 meter og enn þykkari en fiskurinn sem Óli hafði séð í kistunni 6. júlí af Skammadalsbreiðu sem viktaði 11,7 kg, svo þessi var áætlaður 12,5 kg eða 25 pund!

Veiðimenn hafa sett í fleiri stóra fiska sem ekki hafa náðst á land og kæmi ekki á óvart ef fleiri svona tröll kæmu á land í sumar. Ávallt hefur verið lögð áheyrsla á vel valda stórlaxa í klakkið í ræktunarátaki Breiðdalsár og hefur það án efa skilað sér eins og þessi veiði ber með sér.

lax_hauser.jpgMynd: Hauser Daniel með sinn stærsta lax á ævinni í gærmorgun, áætlaðan
12,5 kg eða 25 pund.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar